Mannverk byggir hótel við Hlemm

Mannverk hefur hafið framkvæmdir við nýtt 160 herbergja hótel við Hlemm í Reykjavík. Hótelið verður það sjötta sem rekið er undir merkjum Center-Hotels og fær nafnið Hótel Miðgarður. Hluti hótelsins verður í eldra skrifstofuhúsnæði, sem áður hýsti útibú Aríon banka, sem verður breytt en hinn hlutinn verður í viðbyggingu. Hótelið mun opna í áföngum og stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur í júní 2016.