Áfangaskil við Verne Global

Mannverk hefur lokið við 3.600m2 stækkunaráfanga á gagnaveri fyrir Verne Global í Reykjanesbæ. Um er að ræða 4 MW í „IT load“ í þremur tölvusölum. Verkefnið gekk mjög vel og var unnið í nánu samstarfi við eigendur. Mannverk þakkar öllum aðilum sem að verkefninu komu fyrir gott samstarf.