Verkefnastjóri óskast – Árböðin í Laugarási

Mannverk leitar að öflugum verkefnastjóra til að stýra byggingaframkvæmdum við nýtt baðlón á Suðurlandi. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.

Nánari upplýsingar hér.

Umsóknarfrestur er til 4. október og skal senda ferilskrá á mannverk@mannverk.is.
Nánari upplýsingar veitir Hjalti Gylfason (hjalti@mannverk.is) í síma 7711100.

Framkvæmdir við Verne Global

Mannverk og Verne Global hafa gert verksamning um frekari uppbyggingu á gagnaverinu til að auka afkastagetu gagnaversins.
Undirbúningsframkvæmdir á lóð fyrirtækisins í Ásbrú fyrir allt að 12.000m2 gagnaveri eru komnar vel á skrið. Mannverk er aðalverktaki og framkvæmdirnar fela m.a. í sér aðstöðusköpun, jarðvinnu, uppsteypu, stálvirki, klæðningar ásamt öllum frágang kælikerfa og rafbúnaðar.

Engin frávik í úttekt á ISO9001 staðli

Árleg úttekt BSI á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi Mannverks reyndis frávikalaus árið 2023 og ber því að fagna. Mannverk var með fyrstu byggingaverktökum á Íslandi til að hljóta alþjóðlega ISO 9001 gæðavottun árið 2017. Við óskum starfsfólki Mannverks til hamingju.