Almennt

Mannverk ehf var stofnað á vordögum árið 2012 og í dag starfa hjá okkur yfir tuttugu framúrskarandi starfsmenn og fjölmargir aðilar í undirverktöku. Við sérhæfum okkur í byggingastjórnun, þróunarverkefnum, stýriverktöku, stjórnun verkefna og hönnunar ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Við bjóðum persónulega þjónustu og samstarf á öllum stigum verkefna.
Hjá Mannverki er lögð áhersla á faglega stýringu verkefna og er gæðakerfi Mannverks vottað samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum. Falleg hönnun er í fyrirrúmi og umhverfismál en sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi hefur Mannverk skapað sér sérstöðu sem byggingaraðili vistvænna húsa.

Bæklingur um Mannverk

Skrifstofa Mannverks er að Dugguvogi 2 í Reykjavík. Sími 519-7100.

 

Starfsfólk Mannverks

  • ANNA MAJKOWSKA

    BSc vélaverkfræði (BSME) Verkefnastj./Schedule coordinator
    S: 771 1129

  • ARNÓR BERGUR KRISTINSSON

    Rafmagnsverkfræðingur (M.Sc Eng) Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1110

  • BARTOSZ SZCZEPANOWICZ

    MSc Byggingaverkfræði(Civil Eng) Verkefnastjóri/Project Manager
    S:771 1128

  • BJÖRN KARLSSON

    Byggingarfræðingur (Constructing Arch). Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1118

  • ERLENDUR ÖRN FJELDSTED

    Byggingatæknifr. (B.Sc CC.Eng) Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1113

  • FRIÐBERG STEFÁNSSON

    Byggingaverkfr/Lic Eng. Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1120

  • GUÐRÚN ERLA HÁKONARDÓTTIR

    Aðalbókari/Certified accountant
    S: 771 1112

  • HJALTI GYLFASON

    Verkfræðingur (M.Sc Eng) Framkvæmdastjóri / CEO
    S: 771 1100

  • INGVAR ÁRNASON

    B.Sc. Byggingarverkfræði (B.Sc.Eng) Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1116

  • JÓN ÁSGEIR HELGASON

    Lagerstjóri / Warehouse Manager (Skipstjórnarpróf, Meirapróf, Vinnuvélaréttindi)
    S: 771 1107

  • JÓNAS H. EINARSSON

    Rafmagnsiðnfr. og meistararéttindi í rafvirkjun(electrical eng.) Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1127

  • JÓNAS MÁR GUNNARSSON

    Verkfræðingur (M.Sc Eng) Framkvæmdastjóri / CEO
    S: 771-1101

  • MAGNÚS RANNVER RAFNSSON

    Verkfræðingur (M.Sc Eng) Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1117

  • Mohammad Khatibi

    Verkfræðingur (M.Sc Eng) Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1121

  • ORRI PÉTURSSON

    B.Ss Rafmagnsverkfr./Electrical Eng. Verkefnastjóri/Project Manager
    S: 771 1115

  • RAGNHILDUR HELGADÓTTIR

    M.Sc Stjórnun og stefnumótun (MS Strategic Management) Gæðastjóri/Quality Manager
    S: 771 1104

  • SIGURÐUR ÞÓR JÓNSSON

    Viðhald tækja og vélbúnaðar (meirapróf, krana- og vinnuvélapróf)
    S: 771 1114

  • STEINAR GEIR AGNARSSON

    B.Sc. Alþjóðamarkaðsfr. (B.Sc.IBM). Sérfræðingur á fjármálasviði/Specialist in Finance
    S: 620 0091

Gæða- og stefnumál

Mannverk er vottuð skv. ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum. Það er markmið Mannverks að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsmanna um fagleg vinnubrögð. Það er enn fremur markmið Mannverks að vera leiðandi á þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á.
Með innleiðingu og vottun gæðastjórnunarkerfis hjá Mannverki hefur fyrirtækið sýnt ábyrgð á að bæta rekstur sinn og þjónustu við viðskiptavini sína á markvissan hátt. Gæðakerfi Mannverks endurspeglar þá þekkingu og reynslu sem býr innan fyrirtækisins og hjá starfsfólki þess.

Stefna Mannverks er að:

  • tryggja að fyrirtækið skili umsamdri vöru skv tímaáætlun og kostnaði
  • veita viðskiptavinum góða og faglega þjónustu
  • gæta hagkvæmni í starfsemi þannig að rekstur Mannverks verði arðsamur
  • veita starfsmönnum gott vinnuumhverfi og efla fagþekkingu þeirra
  • tryggja öryggi starfsmanna og tenggdra aðila

Leiðir að markmiðum eru eftirfarandi:

  • Fylgja gæðahandbók, leiðbeiningum og gátlistum. (ISO 9001)
  • Skráning og eftirfylgni á frávikum/frábrigðum
  • Allir starfmenn Mannverks fái viðeigandi þjálfun og fræðslu
  • Viðhalda faggildri vottun skv. ISO 9001
  • Innleiða verkstjórnarkerfi í allri starfsemi
  • Fylgja öryggishandbók Mannverks
  • Mælanleg markmið endurskoðuð árlega og stöðugt unnið að úrbótum

Öryggismál

Eitt af markmiðum okkar hjá Mannverk er að gera fyrirtækið að öruggum og slysalausum vinnustað þar sem öryggi og heilsa starfsmanna er alltaf sett í forgang. Sama gildir um þá vinnustaði þar sem unnið er að verkum fyrir Mannverk af öðrum en starfsmönnum fyrirtækisins. Í allri starfsemi okkar eru markmið í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum skýr:

  • Að tryggja öryggi starfsmanna okkar og verktaka
  • Að vernda umhverfið
  • Að vera slysalaust fyrirtæki

Við viljum heyra frá þér

Ábendingar þínar skipta okkur máli og við höldum utan um þær í ábendingakerfinu okkar.
Senda ábendingu

ISO 9001 vottun

Mannverk er stoltur handhafi ISO 9001:2015 vottunar sem fyrirtækið hlaut fyrir gæðastjórnunarkerfi sitt árið 2017. Með kerfinu er verið að tryggja gegnsætt verklag í framkvæmdum og faglega þjónustu. Hér má sjá skírteinið: Certificate of registration 667687