Uppsteypa að Dalsbraut í Njarðvík

Mannverk hefur gert samning um byggingu á 74 íbúðum að Dalsbraut 3-5 og 4-6 í Njarðvík. Áætlað er að hefja strax uppsteypu á fyrsta áfanga sem eru 22 íbúðir og svo taka næstu byggingar við í kjölfarið. Undirbúningur er hafinn og verið er að reisa krana og vinnubúðir þessa dagana. Skila á íbúðum á byggingastigi 7 en þó án golfefna.