Starfsmenn á skyndihjálparnámskeiði

Skyndihjálparnámskeið á vegum Mannverks fór fram fyrir stuttu og var vel sótt af starfsmönnum og byggingarstjórum. Um var að ræða grunnnámskeið þar sem fjallað var sérstaklega um möguleg slys á byggingasvæðum. Kennari á námskeiðinu var Ólafur Ingi Grettisson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum. Mikil ánægja var með námskeiðið sem þótti bæði lífleg og skemmtileg þó svo að umræðuefnið væri alvarlegt.