Uppbygging við Sléttuveg

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift verksamnings milli Sjómannadagsráðs og Mannverks um byggingu á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu að Sléttuvegi. Mannverk átti lægsta tilboð í uppsteypu og utanhússfrágang en um er að ræða 99 hjúkrunarrými. Vinna við framkvæmdir er að fara af stað og stefnt er á að verklok verði í áföngum frá árslokum 2019 til fyrri helmings ársins 2020. Á heimasíðu sjómannadagsráðs má sjá nánari upplýsingar um uppbygginguna á Slettuvegi.