Opið hús að Holtsvegi 37-39

Margir lögðu leið sína á opið hús að Holtsvegi 37-39 í gær og fer sala íbúða vel af stað enda er um að ræða glæsilegar byggingar á útsýnisstað í skjólsælum suðurhlíðum Urriðaholts. Fólk notaði tækifærið og skoðaði sýningaríbúðina, naut útsýnis frá hæstu hæðum, rölti um svæðið, spjallaði við fasteignasala og fékk sér kaffi og kleinur.