Nýherji og Verne Global í samstarf

Upplýsingatæknifyrirtækið Nýherji hefur ákveðið að flytja hýsingarþjónustu sína í gagnaver Verne Global í Reykjanesbæ.

Í fréttatilkynningu Nýherja segir að markmiðið með breytingunni er að tryggja viðskiptavinum Nýherja aðgang að fullkomnasta gagnaveri landsins í aðstöðu sem jafnast á við það besta sem gerist á heimsvísu. Jafnframt kemur fram að þessi breyting muni hafa jákvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, fyrst og fremst með auknu öryggi og áreiðanleika kerfa í rekstri Nýherja.
Nýherji og Verne Global hyggjast ennfremur leggja saman krafta sína um að veita innlendum og erlendum viðskiptavinum betri lausnir í hýsingarþjónustu og vinna saman að áframhaldandi uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi.
Mannverk er sannarlega stoltur framkvæmdaraðili að uppbyggingu á fullkomnasta gagnaveri landsins.