Mannverk stoltur stuðningsaðili Stjörnunnar

Stjörnu­kon­ur urðu Norður­landa­meist­ar­ar í hóp­fim­leik­um í fyrsta sinn en keppnin fór fram í Vodafone höllinni helgina 14.-15. nóvember. Um er að ræða núverandi Íslandsmeistara og samanstendur hópurinn af stúlkum frá aldinum 16 ára til 28 ára sem allar hafa keppt og tekið þátt í Norðurlandamótum unglinga eða Meistarflokks. Að sögn þjálfara liggur mikill undirbúningur að baki og hafa þær æft í um 20 tíma á viku undanfarna mánuði enda krefst íþróttin samhæfni, nákvæmni, krafts og snerpu sem eingöngu næst með þrotlausum æfingum.
Mannverk er sannarlega stoltur stuðningsaðili Stjörnunnar í hópfimleikum og óskar þessum kraftmiklu stúlkum hjartanlega til hamingju með frábærann árangur.