Mannverk óskar eftir öflugu starfsfólki – Búið að ráða

  • Verkefnastjóri byggingaframkvæmda:
  • Mannverk óskar eftir að ráða reynslumikinn verkefnastjóra sem er tilbúin að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.

      Helstu verkefni

    • Fagleg og fjárhagsleg yfirumsjón með byggingaframkvæmdum
    • Undirbúningur og stjórnun verkefna
    • Hönnunarrýni og samræming
    • Áætlanagerð og eftirfylgni
    • Kostnaðareftirlit

    • Menntunar- og hæfniskröfur

    • Háskólamenntun á sviði byggingaverkfræði eða tæknifræði
    • Mikil og farsæl starfsreynsla af verkefnastjórnun byggingaframkvæmda
    • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð, menntun í verkefnastjórnun kostur
    • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
    • Góð kunnátta í íslensku og ensku

  • Bókari
  • Áreiðanlegur og talnaglöggur einstaklingur óskast til starfa við bókhald og almenn skrifstofustörf með góðri liðsheild.
    ATH : Búið er að ráða í stöðuna
    Helstu verkefni eru

  • Bókun fylgiskjala
  • Afstemming bókhalds
  • Önnur almenn skrifstofustörf

  • Hæfniskröfur

  • Haldgóð reynsla á færslu bókhalds
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nánari upplýsingar

    …um störfin veitir Ragnhildur Helgadóttir mannauðsstjóri (ragnhildur@mannverk.is) í síma 771-1104. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið mannverk@mannverk.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.