Mannverk með ISO 9001 vottun

Mannverk hefur fengið ISO 9001:2015 vottun á gæðastjórnunarkerfið sitt hjá BSI á Íslandi. Heiðurinn á frábært starfsfólk Mannverks sem er ávallt tilbúið að leggja sitt að mörkum til að gera gott verklag ennþá betra. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Á Íslandi eru nokkur tugi íslenskra fyrirtækja með gæðakerfi sín vottuð samkvæmt ISO 9001. Mannverk er þriðja byggingarfélagið með slíka vottun á Íslandi.