Mannverk flytur

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að skrifstofa Mannverks hefur nú flutt starfsemi sína að Dugguvogi 2 í Reykjavík (gengið inn Sæbrautarmegin). Ennþá er verið að leggja lokahönd á verk en húsnæðið mun verða allt hið glæsilegasta og vinnuaðstaða starfsmanna batnar til muna.
Vinnuumhverfið er töluvert breytt frá því sem var en nánast enginn starfsmaður er með fast sæti lengur heldur getur starfsfólkið athafnað sig með tilliti til þeirra verkefna sem það er að vinna hverju sinni eins og hópvinnurými og einbeitingarrými. Einnig geta þeir sest við hefðbundna vinnustöð í opnum vinnurými eins og var fyrir breytingar.