Íbúðir að Gerplustræti seljast vel

Íbúðir að Gerplustræti í Mosfellsbæ rjúka út og eru nú aðeins 9 íbúðir eftir óseldar. Um er að ræða tveggja til fimm herbergja íbúðir í lyftuhúsi, ásamt bílastæði í bílageymslu. Íbúðir eru tilbúnar til afhendingar og eru til sölu hjá eftirfarandi fasteignasölum: Eignamiðlun, Fasteignasalan Borg og Fasteignasala Mosfellsbæjar.