Íbúðir að Gerplustræti 31-37 komnar á sölu

Framkvæmdir að Gerplustræti 31-37 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ eru á lokametrunum og eru íbúðirnar komnar á sölu. Um er að ræða tveggja til fimm herbergja íbúðir í lyftuhúsi, ásamt bílastæði í bílageymslu. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án megin gólfefna. Gólf í baðherbergi/þvottaherbergi verða flísalögð ásamt hluta baðherbergisveggja. Eignir afhendast í lok júní 2018. Allar nánari upplýsingar veita eftirfarandi fasteignasölur: Eignamiðlun, Fasteignasalan Borg og Fasteignasala Mosfellsbæjar.