Hótelíbúðir við Vatnsstíg

Mannverk hefur fest kaup á húsnæði við Vatnsstíg 11 í Reykjavík. Til stendur að gera endurbætur á húsnæðinu, bæta við íbúðum og opna nýtt íbúðahótel undir heitinu Reykjavík Apartments. Í fyrsta áfanga verður ráðist í endurbætur á húsnæðinu og íbúðir uppfærðar. Í næsta áfanga verður byggt við húsið en á baklóð við Lindargötu 34-36 er leyfi er fyrir nýbyggingu. Verktími verður 1.nóvember 2015 til 1. ágúst 2016.