Hótel Miðgarður opnar

Mannverk hefur nú lokið við byggingu fyrri áfanga á nýju 150 herbergja hóteli við Hlemm í Reykjavík og tók hótelið á móti sínum fyrstu gestum á 10. júní sl. Þetta er sjötta Center hótelið í Reykjavík og hefur fengið nafnið Miðgarður.
Vinna er hafin við 2. áfanga stækkunar en stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur um áramótin 2016.