Framkvæmdir við Verne Global

Mannverk og Verne Global hafa gert verksamning um frekari uppbyggingu á gagnaverinu til að auka afkastagetu gagnaversins.
Undirbúningsframkvæmdir á lóð fyrirtækisins í Ásbrú fyrir allt að 12.000m2 gagnaveri eru komnar vel á skrið. Mannverk er aðalverktaki og framkvæmdirnar fela m.a. í sér aðstöðusköpun, jarðvinnu, uppsteypu, stálvirki, klæðningar ásamt öllum frágang kælikerfa og rafbúnaðar.