Fjöldi fólks í opnu húsi að Holtsvegi 37-39

Mörg hundruð manns mættu í opið hús í Urriðaholti laugardaginn 17. október. Starfsfólk Mannverks og fasteignasalar tóku á móti fólki og hægt var að skoða sýningaríbúð á 1.hæð og rölta um svæðið. Holtsvegur 37-39 er fjölbýlishús á fallegum útsýnisstað í skjólsælum suðurhliðum Urriðaholts í Garðabæ. Um er að ræða vandaðar íbúðir í lyftuhúsi ásamt stæði í lokuðum bílakjallara. Auk þess eru penthouse-íbúðir á 5.hæð. Áætlað er að íbúðir verði tilbúnar til afhendingar síðsumars 2016.
Byggingaraðilar og fasteignasalar stóðu að opna húsinu í samvinnu við Urriðaholt ehf. og var það einróma álit að dagurinn hafi verið mjög vel heppnaður.