Exeter hótel opnar

Mannverk óskar Keahotel ehf til hamingju með opnunina á Exeter hótelinu við Tryggvagötu 12 í Reykjavík.

Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel og dregur nafn sitt af hinu þekkta Exeter húsi sem stóð á reitnum. Húsið var endurbyggt og fellt inn í breytta götumynd við gömlu höfnina.

Á hótelinu eru alls 106 vel útbúin herbergi, allt frá tveggja manna herbergjum að svítum.

Hönnun og útlit hótelsins var í höndum Richard Blurton og Sigurðar Halldórssonar hjá Gláma-Kím Arkitektum og sá Mannverk um byggingarframkvæmdir.