Allar íbúðir við Herjólfsgötu seldar

Í síðustu viku afhenti Mannverk síðustu íbúðirnar að Herjólfsgötu 32-34 í Hafnarfirði og eru allar íbúðirnar nú seldar. Mikill áhugi var á íbúðunum enda einstaklega vel heppnaðar og staðsetning frábær, steinsnar frá strandlengjunni og friðað hraunið í húsgarðinum.

Mannverk óskar nýjum íbúðareigendum innilega til hamingju með íbúðirnar.