Tvær óseldar íbúðir að Gerplustræti 31-37

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa sér íbúð í hinu glæsilega lyftuhúsi að Gerplustræti í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Á sölu eru 5 herbergja íbúð á 2. hæð og 4ra herbergja íbúð á 4 hæð, ásamt bílastæðum í bílageymslu. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án megin gólfefna. Gólf í baðherbergjum/þvottahúsum verða flísalögð ásamt hluta baðherbergisveggja. Eignirnar eru tilbúnar til afhendingar. Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar, Eignamiðlun og Fasteignasalan Borg.