Til hamingju með opnun á Miðgarði Centerhotel

Mannverk óskar CenterHotel Miðgarður til hamingju með opnunina.

Hótelið Miðgarður er sjötta hótelið í CenterHotels keðjunni sem er fjölskyldurekin hótelkeðja til 20 ára og rekur 6 hótel og þrjá veitingastaði í miðborg Reykjavíkur. Byggingin hýsti áður banka og er því vítt til veggja og hátt til lofts á móttöku- og barsvæðinu sem skapar þennan fallega en um leið vinalega karakter hótelsins sem arkitektarnir Gláma Kím sóttust eftir við hönnun hótelsins.
Mannverk sá um framkvæmdir á húsnæðinu.