HOLTSVEGUR 37-39 – GARÐABÆR

Holtsvegur 37-39 eru ný fjölbýlishús á fallegum útsýnisstað í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða vandaðar íbúðir í lyftuhúsi ásamt stæði í lokuðum bílakjallara. Á efstu hæð eru penthouse-íbúðir. Framkvæmdir eru á lokametrunum og örfáar íbúðir óseldar.
Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vist­vottun skipulags (BREEAM Communi­ties) sem ætlað er að tryggja lífsgæði og umhverfis­vernd með vist­vænu skipu­lagi byggðar­innar. Í skjólsælum suðurhlíðum nýtur íbúðabyggðin útsýnis yfir Urriðavatn, skólar og önnur og samfélagsþjónusta verður á holtinu og atvinnuhúsnæði að norðanverðu. Í Kauptúni er nú þegar risin verslunar- og þjónustukjarni í göngufæri fyrir íbúa hverfisins.

Arkitekt er Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing

Skilalýsingu og grunnmyndir fyrir Holtsveg má nálgast hér:

  • Skilalýsing
  • Holtsvegur 37 – grunnmyndir
  • Holtsvegur 39 – grunnmyndir