Tryggvagötureitur

Mannverk hefur gengið til samninga um framkvæmdir á svokölluðum Tryggvagötureit sem samanstendur af nokkrum húsbyggingum á Tryggvagötu og Vesturgötu. Stendur nú yfir þróunarvinna og er verið að skoða ýmsa möguleika á svæðinu sem nýtur verndar á byggðamynstri.

Geta má þess að frá upphafi byggðar hefur staðurinn og húsin gengt fjölbreyttu hlutverki. Þar hefur verið stunduð verslun, þjónusta, og ýmis iðnaður, eins og útgerð og slátrun ásamt því að búið var í nær öllum húsunum oftast á efri hæðum.