Framkvæmdir eru hafnar við Hraunskarð 2 en þar reisir Mannverk sex lítil fjölbýlishús. Samtals 32 íbúðir í opnum stigahúsum. Stærð íbúða er frá 63 m2 upp í 107 m2.
Um frábæra staðsetningu er að ræða í nýju hverfi í Skarðshlíð.

Fjöldi íbúða: 32
Áætluð verklok: árslok 2021
Arkitektahönnun: Teiknistofa arkitekta
Verkkaupi er Hraunskarð 2 ehf.
Verkefnastjóri Hildur Margrét Nielsen