HÓTEL MIÐGARÐUR

Mannverk lauk í júní 2015 við fyrsta áfanga nýs hótels við Laugaveg 120. Í þessum áfanga var gamli Búnaðarbankinn endurinnréttaður með 43 fyrsta flokks hótelherbergjum ásamt móttöku og veitingastað. Í seinni áfanga verksins var byggð nýbygging með 127 herbergjum, nýrri mótttöku, glæsilegri heilsulind ásamt nauðsynlegum tæknirýmum. Byggingarnar tengjast saman í kjallara og á fyrstu hæð.

Fjöldi herbergja: 170
Verklok: 2017
Aðalhönnuðir: GlámaKím arkitektar