Árböðin í Laugarási
Framkvæmdir við nýtt baðlón í Laugarási Biskupstungum eru í undirbúningi en stefnt er að opnun í maí 2025. Baðlónið verður staðsett á bökkum Hvítár og mun heita Árböðin. Hönnun stendur nú yfir og framkvæmdir munu hefjast í upphafi næsta árs. Arkitektar eru T.ARK, verkfræðihönnun er hjá Eflu og Hildiberg sér um lýsingarhönnun. Staðsetningin í Laugarási er í miðju uppsveitanna, nærri gullna hringnum og stutt í helstu náttúruperlur og sögustaði.
Verkefnastjóri er Þórunn Arnardóttir.