NAUSTREITUR

Framkvæmdum er að ljúka við Naustreit sem afmarkast af Tryggvagötu, Norðurstíg og Vesturgötu. Nýtt fjögurra stjörnu hótel opnaði við Tryggvagötu 12 í september og dregur nafn sitt af hinu þekkta Exeter húsi sem var endurbyggt og fellt inn í nýja götumynd.
Óhætt er að segja að framkvæmdir þessar hafi aukið gæði hverfisins til muna og skilað framúrskarandi byggingum, endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar. Nýtt og gamalt fléttast hér eðlilega saman sem er svo einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur.

Framkvæmdaraðili er Mannverk og aðalhönnuðir eru GlámaKím Arkitektar, ásamt Eflu verkfræðistofu, Verkfræðistofu Reykjavíkur, Verkhönnun og Verkís.