NAUSTREITUR

Framkvæmdir eru hafnar við Naustreit sem afmarkast af Tryggvagötu, Norðurstíg og Vesturgötu. Hönnun tekur tillit til nærumhverfis, sögu og menningar í takt við samþykkt deiliskipulag frá 2008. Sérstaklega er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur.
Húsin á Naustreit hafa gengt fjölbreyttu hlutverki en þar hefur verið stunduð verslun, þjónusta og iðnaður svo fátt eitt sé nefnt. Hlutverk nýrra bygginga verður í takt við gamla tíma, reist verður blönduð byggð með verslun, þjónustu, íbúðum, hóteli og skrifstofum. Þjónusta og verslunartengd starfsemi mun styrkjast við Tryggvagötu í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur.
Framkvæmdin mun auka gæði hverfisins og skila framúrskarandi byggingum, endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar. Nýtt og gamalt mun fléttast eðlilega saman sem er svo einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur.
Framkvæmdaraðili er Mannverk og aðalhönnuðir eru GlámaKím Arkitektar, ásamt Eflu verkfræðistofu, Verkfræðistofu Reykjavíkur, Verkhönnun og Verkís. Nánari uppýsingar á naustreitur.is