NAUSTREITUR

Við hönnun á Naustreit var blandað saman endurgerð eldri húsa og nýrri metnaðarfullri hönnun. Framkvæmdin tók tillit til nærumhverfis, sögu og menningar og þess sérstaklega gætt að heildarsvip götumyndar yrði ekki raskað. Óhætt er að segja að framkvæmdir þessar hafi aukið gæði hverfisins til muna og skilað framúrskarandi byggingum, endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar. Nýtt og gamalt fléttast hér eðlilega saman sem er svo einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur.

Blönduð byggð, hótel, verslun, þjónusta og íbúðir
Verklok: 2018
Aðalhönnuðir: GlámaKím Arkitektar, ásamt Eflu verkfræðistofu, Verkfræðistofu Reykjavíkur, Verkhönnun og Verkís.