LYNGÁS 1 – GARÐABÆR

Mannverk ehf byggir glæsilegt og vel staðsett fjölbýlishús að Lyngási 1 í Garðabæ. Um að ræða 3-4ra hæða lyftuhús með 2ja til 5 herbergja íbúðum auk bílakjallara. Fjölbýlishúsin að Lyngási 1 verða byggð í áföngum. Fyrsta áfanga er lokið og þær íbúðir seldar. Næsti áfangi er á framkvæmdastigi en verklok er áætluð 2019.

Á lóðinni er sameiginlegur inngarður með göngustígum og leiksvæði með leiktækjum fyrir börn. Íbúðum fylgja svalir en á jarðhæð sérafnotareitur. Íbúðir verða afhentar án megin gólfefna en baðherbergi og þvottahús verða flísalögð. Við hönnun á Lyngási 1 var lögð áhersla á bjartar íbúðir með góða innri nýtingu.

Áætlað er að íbúðir í fari á sölu í lok árs 2018.

Arkitektahönnun: ASK Arkitektar