LINDARGATA 37 – REYKJAVÍK

Mannverk hefur lokið við byggingu á 31 íbúð á 11 hæðum að Lindargötu 37. Íbúðirnar voru tilbúnar til afhendingar í desember 2013 og eru allar íbúðir seldar.

Við hönnun Skuggahverfisins var lögð áhersla á að nýta sem best kosti staðsetningar og umhverfis. Samspil birtu, gróðurs og glæsilegra bygginga einkennir svæðið. Staðsetning, hönnun húsanna og einstakt útsýni hefur gert það að verkum að Skuggahverfið er í dag eftirsótt íbúðabyggð.

Hönnun og skipulag Skuggahverfisins var í höndum dönsku arkitektastofunnar ScHmidt, Hammer & Lassen, en valið á þeim grundvallaðist meðal annars á fyrri verkum stofunnar og reynslu af hönnun stórhýsa og íbúðabygginga í nánd við hafnarsvæði og í miðborgum víða um heim þar sem mikið er lagt upp úr útsýni. Arkitektastofan Hornsteinar sá um hönnun húsanna í samvinnu við dönsku stofuna.

Frekari upplýsingar á www.lindargata.is

Arkitektahönnun: Schmitdt, Hammer og Larssen ásamt Hornsteinar arkitektar