DALSBRAUT 3-6 – REYKJANESBÆ

Mannverk hefur hafið uppbyggingu á 4 fjölbýlishúsum við Dalsbraut 3, 5, 4 og 6 í Reykjanesbæ. Við Dalsbraut 3-5 verða reist tvö þriggja hæða fjölbýlishús með 22 og 16 íbúðum og við Dalsbraut 4-6 verða einnig reist tvö þriggja hæða fjölbýlishús hvort með 16 íbúðum. Afhendingar verða á árunum 2019 og 2020. Verkefnisstjóri er Hildur Margrét Nielsen.