Til hamingju með opnun á Miðgarði Centerhotel

Mannverk óskar CenterHotel Miðgarður til hamingju með opnunina.

Hótelið Miðgarður er sjötta hótelið í CenterHotels keðjunni sem er fjölskyldurekin hótelkeðja til 20 ára og rekur 6 hótel og þrjá veitingastaði í miðborg Reykjavíkur. Byggingin hýsti áður banka og er því vítt til veggja og hátt til lofts á móttöku- og barsvæðinu sem skapar þennan fallega en um leið vinalega karakter hótelsins sem arkitektarnir Gláma Kím sóttust eftir við hönnun hótelsins.
Mannverk sá um framkvæmdir á húsnæðinu.

interior_date_2015_10_20_minni

Mannverk með ISO 9001 vottun

Mannverk hefur fengið ISO 9001:2015 vottun á gæðastjórnunarkerfið sitt hjá BSI á Íslandi. Heiðurinn á frábært starfsfólk Mannverks sem er ávallt tilbúið að leggja sitt að mörkum til að gera gott verklag ennþá betra. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Á Íslandi eru nokkur tugi íslenskra fyrirtækja með gæðakerfi sín vottuð samkvæmt ISO 9001. Mannverk er þriðja byggingarfélagið með slíka vottun á Íslandi.

BSI-Assurance-Mark-ISO-9001-2015-KEYB Svart_small

Allar íbúðir við Herjólfsgötu seldar

Í síðustu viku afhenti Mannverk síðustu íbúðirnar að Herjólfsgötu 32-34 í Hafnarfirði og eru allar íbúðirnar nú seldar. Mikill áhugi var á íbúðunum enda einstaklega vel heppnaðar og staðsetning frábær, steinsnar frá strandlengjunni og friðað hraunið í húsgarðinum.

Mannverk óskar nýjum íbúðareigendum innilega til hamingju með íbúðirnar.

22_front_medal_size