Uppbygging við Sléttuveg

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift verksamnings milli Sjómannadagsráðs og Mannverks um byggingu á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu að Sléttuvegi. Mannverk átti lægsta tilboð í uppsteypu og utanhússfrágang en um er að ræða 99 hjúkrunarrými. Vinna við framkvæmdir er að fara af stað og stefnt er á að verklok verði í áföngum frá árslokum 2019 til fyrri helmings ársins 2020. Á heimasíðu sjómannadagsráðs má sjá nánari upplýsingar um uppbygginguna á Slettuvegi.

Uppsteypa að Dalsbraut í Njarðvík

Mannverk hefur gert samning um byggingu á 74 íbúðum að Dalsbraut 3-5 og 4-6 í Njarðvík. Áætlað er að hefja strax uppsteypu á fyrsta áfanga sem eru 22 íbúðir og svo taka næstu byggingar við í kjölfarið. Undirbúningur er hafinn og verið er að reisa krana og vinnubúðir þessa dagana. Skila á íbúðum á byggingastigi 7 en þó án golfefna.

Íbúðir að Gerplustræti 31-37 komnar á sölu

Framkvæmdir að Gerplustræti 31-37 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ eru á lokametrunum og eru íbúðirnar komnar á sölu. Um er að ræða tveggja til fimm herbergja íbúðir í lyftuhúsi, ásamt bílastæði í bílageymslu. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án megin gólfefna. Gólf í baðherbergi/þvottaherbergi verða flísalögð ásamt hluta baðherbergisveggja. Eignir afhendast í lok júní 2018. Allar nánari upplýsingar veita eftirfarandi fasteignasölur: Eignamiðlun, Fasteignasalan Borg og Fasteignasala Mosfellsbæjar.