Aðeins ein óseld íbúð að Gerplustræti 31-37

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa sér íbúð í hinu glæsilega lyftuhúsi að Gerplustræti í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Á sölu er 5 herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílageymslu. Íbúðin afhendist fullbúin án megin gólfefna. Gólf í baðherbergjum/þvottahúsum verða flísalögð ásamt hluta baðherbergisveggja. Eignin er tilbúin til afhendingar. Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar, Eignamiðlun og Fasteignasalan Borg.

Til leigu

Til leigu 300 m² skrifstofuhúsnæði á 2.h. við Dugguvog 2 í Reykjavík.

Húsnæðið er núna eitt opið rými og verður innréttað í samráði við leigjanda.

Upplýsingar gefur Hjalti í síma 5197100 eða mannverk@mannverk.is

Exeter hótel opnar

Mannverk óskar Keahotel ehf til hamingju með opnunina á Exeter hótelinu við Tryggvagötu 12 í Reykjavík.

Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel og dregur nafn sitt af hinu þekkta Exeter húsi sem stóð á reitnum. Húsið var endurbyggt og fellt inn í breytta götumynd við gömlu höfnina.

Á hótelinu eru alls 106 vel útbúin herbergi, allt frá tveggja manna herbergjum að svítum.

Hönnun og útlit hótelsins var í höndum Richard Blurton og Sigurðar Halldórssonar hjá Gláma-Kím Arkitektum og sá Mannverk um byggingarframkvæmdir.