Fréttir af gagnaveri Verne Global

Í vetur hefur Mannverk unnið að stækkun á gagnaveri Verne Global á Ásbrú Reykjanesbæ og vegna aukinna viðskipta og hlutafjáraukningu hefur verið samið við Mannverk um enn frekari stækkun gagnaversins. Verne Global mun nýta hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fyrsti viðskiptavinurinn kom fyrir rúmum tveimur árum síðan en það var bandaríska fyrirtækið Datapipe en síðan hafa bæst við leikjaframleiðandinn CCP, hýsingarfyrirtækið GreenQloud, COLT, RVX Studios, Opin kerfi og þýski bílaframleiðandinn BMW svo fátt eitt sé nefnt.

Í tilkynningu frá Verne Global segir: „Til að ná árangri í hagkerfi sem er drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skiptir aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.“

Flest notum við gagnaver daglega án þess kannski að hugsa mikið til þess. Í þessu myndbandi frá Verne gagnaverinu á Ásbrú má sjá hvernig gagnaverið þeirra virkar: sjá hér.